Andri Berg: ,,Þurfum að sýna okkar bestu hliðar"

Andri Berg: ,,Þurfum að sýna okkar bestu hliðar"

img_8706

Andri Berg Haraldsson, sem er kominn aftur heim í FH mætir sínum gömlu félögum í kvöld, Fram, þar sem hann hefur leikið fimm síðustu tímabil. Leikurinn leggst vel í Andra, sem átti stórleik gegn Val í Meistarakeppni HSÍ á dögunum þar sem hann skoraði 16 mörk. FH.is spurði Andra hvernig honum líst á fyrsta leik tímabilsins gegn Fram í kvöld.

“Mér líst mjög vel á leikinn. Við mætum mjög sterku Fram liði og þurfum að sýna okkar bestu hliðar til að sigra sem ég hef alla trú á að við gerum. Fram er klárlega eitt af þeim liðum sem gera tilkall til Íslandsmeistaratitilsins,” sagði Andri Berg sem vonast eftir góðum stuðningi í kvöld.

“Ég vil hvetja FH-inga til að mæta á leikina í vetur og halda áfram að mynda þá frábæru stemmingu sem var á leikjum liðsins í fyrra.”

FH – Fram hefst klukkan 19:30 í kvöld, mánudaginn 26. september í Kaplakrika. Upphitunarpistil um leikinn má lesa hér inna FH.is. Það verða grillaðir hamborgarar,VIP horn fyrir Bakhjarla osfrv. fyrir leik svo þar er um að gera að mæta tímanlega. Það verður svo að sjálfsögðu ljósashow er leikmenn hlaupa inn á völlinn!! Fjölmennum í Krikann í kvöld og skemmtum okkur saman og öskrum úr okkur lungun.

VIÐ ERUM FH !!!!!!



Aðrar fréttir