Árgangamót FH

Árgangamót FH

Laugardaginn 31. október stendur handknattleiksdeildin fyrir árgangamóti í handbolta. Nú er tækifærið fyrir alla þá sem lögðu skóna of snemma á hilluna að dusta rykið af þeim og sýna sig og sjá aðra gamla félaga. Við hvetjum alla árganga frá Bigga Björns og niðurúr til að safna í lið og taka þátt.

Ef einhverjir árgangar eiga erfitt með að manna lið þá er um að gera að splæsa í lið með næsta árgangi. Séð verður til þess að árgangar á sama reki mætist svo menn fái tækifæri til að jafna gamlan ágreining og sýna í eitt skipti fyrir öll hvorir séu betri, eldri eða yngri.

Gott væri ef einhverjir tækju að sér að vera tengiliðir hvers árgangs fyrir sig og þeir hinir sömu hefðu samband við okkur sem fyrst. Þær upplýsingar yrðu síðan birtar hér á síðunni. Þátttökugjald fyrir lið er tíu þúsund krónur og um kvöldið verður verðlaunaafhending á Vegamótum þar sem besta “kombakkið” verður valið auk þess sem sigurliðið verður að sjálfsögðu verðlaunað. Þá er bara að drífa í að heyra í gömlu félögunum og smala í lið. Reiknað er með því að mótið hefjist um kl 15 laugardaginn 31 okt.

Skráningu lýkur mánudaginn 26 október. Upplýsingar um greiðslu þátttökugjalds fá menn við skráningu.


Til að skrá sig eða fá frekari upplýsingar er um að gera að hafa samband við eftirfarandi:

Hilmar Bjarki Snorrason           hilmarb@byko.is       

Sigursteinn Arndal                     sigursteinn@fh.is

Daníel Scheving             daniel@fh.is,

Guðjón Óskar a.k.a Stykkið    javascript:x_1n4(‘new’,’gaui75@hotmail.com’)

Árni Stefán Guðjónsson          javascript:x_1n4(‘new’,’arnistefan@gmail.com’)


Aðrar fréttir