Árgangamót FH – gamlar kempur boða komu sína

Árgangamót FH – gamlar kempur boða komu sína

Nú hefur lekið út að þeir “gömlu” hafi smalað saman geysiöflu liði sem má segja að sé rjóminn úr íslenskum handbolta á liðnum árum (og áratugum). Guðjón Árnason verður liðsstjóri en meðal leikmanna eru m.a. Bergsveinn Bergsveinsson, Magnús Árnason, Jónas Árnason, Stálmúsin Sigurður Sveinsson, Hálfdán Þórðarson, Guðmundur “Mummi” Karlsson og rauðhærði risinn Héðinn Gilsson. Rúsínan í pylsuendanum verður svo leynivopn sem mun slá öllu öðru við. Það leynivopn verður ekki gefið upp en það verður óárennilegt.

’82-’83 árgangurinn hefur titil að verja en ljóst er að þeir verða að hafa sig alla við.

Mæting í mótið er 17:00 og hefjast fyrstu
leikir stuttu eftir að leik FH og Vals er lokið.
         

 

Átta lið munu taka þátt.
Yngsti árgangurinn sem hefur boðað komu sína í mótið er ’87 árgangurinn en
elsta liðið er hið virðulega lið “Hinir gömlu” sem áður hefur verið minnst á, en það eru leikmenn fæddir ’71 og
eldri.


Leiktími verður 1 x
15 mínútur og leikið verður í báðum sölum. Áætluð mótslok eru um kl. 19:00 en um leið og síðasta leik er
lokið  verður  hitað upp í grillinu og mótið gert upp.Verðlaun verða veitt en liðið sem stendur
uppi sem sigurveigari mun vinna Hrafnkelsbikarinn. En mótið er haldið í
minningu félaga okkar Hrafnkels Kristjánssonar.

 

Mótsgjald er 2000 krónur og mun ágóði mótsins
renna í íþróttasjóð Hrafnkels Kristjánssonar. Innifalið í mótsgjaldi er grillveislan þar sem úrvalskjöt verður grillað og mjöður seldur á vægu verði.

 

Allir leikmenn sem vilja taka þátt en eru ekki
komnir í lið eru velkomið að mæta í Kaplakrika og taka þátt.

 

Leikjaniðurröðun kemur inn á FH.is 12.nóvember.

 

Nánari upplýsingar: Þórarinn B.
Þórarinsson  GSM 659 5975 toti@laekjarskoli.is

                                 Guðmundur Atli
Ásgeirsson GSM 844 6900

Aðrar fréttir