Árgangamót FH í Handbolta

Árgangamót FH í Handbolta

Árgangamót FH í Handbolta 2010

 

Árgangamót FH í handbolta verður haldið laugardaginn 13.nóvember í íþróttahúsinu í Kaplakrika.   Mótið var haldið í fyrsta sinn  á síðasta ári og fór þáttakan fram úr björtustu vonum. Í ár er stefnt að bæta um betur enda nóg af gömlum kempum í félaginu sem dreymir um að leika listir sínar á fjölum Kaplakrika.

 

’75 árgangurinn mun halda mótið í ár en allur ágóði af mótinu rennur í íþróttasjóð Hrafnkels Kristjánssonar.

 

Mótið hefst laugardaginn 13.nóvember klukkan 14:00 og um kvöldið verður borðhald í Krikanum og mótið gert upp.

 

Mótsgjald er 2000 krónur á mann.

 

Allir árgangar í FH eru löglegir í mótið sem eru á “meistaraflokksaldri”.

 

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá:

 

Þórarinn Böðvar Þórarinsson        659 5975 toti@laekjarskoli.is

Guðmundur Atli Ásgeirssson        844 6900 gummiatli@gmail.com

Aðrar fréttir