Arna Dís og Jasmín Erla skrifa undir samninga við FH

Arna Dís Arnþórsdóttir og Jasmín Erla Ingadóttir skrifuðu í dag undir samninga um að spila með FH næstu árin. Arna Dís skrifaði undir tveggja ára samning og Jasmín Erla skrifaði undir þriggjar ára samning. Þetta er mikið ánægjuefni fyrir okkkur FH-inga vegna þess að hér um mjög öfluga leikmenn að ræða sem styrkja munu FH liðið á næsta keppnistímabili.

Arna Dís kemur til okkar frá Breiðablik en þar hefur hún leikið með meistaraflokki frá 2014. Hún á að baki 53 leiki í meistaraflokki í Pepsísdeildinni og bikarkeppninni og hún hefur leikið 24 leiki með yngri landsliðum Íslands. FH-ingar þekkja vel til Örnu Dísar þar sem hún lék 4 leiki með liðinu sem lánsmaður sumarið 2016 með góðum árangri. Arna Dís var ánægð að lokinni undirskrift í dag. „Ég er mjög ánægð með að vera búin að skrifa undir hjá FH og hlakka til að takast á við nýjar áskoranir hér. Mér finnst liðið hafa verið á uppleið á undanförnum árum og er viss um að við getum haldið áfram að bæta árangur liðsins í Pepsí deildinni.“

 

Jasmín Erla kemur til okkar frá Fylki en þar hefur hún spilað síðan 2014. Hún hefur leikið 43 leiki með Fylki í úrvalsdeild og bikarkeppnin og skorað í þeim 10 mörk. Einnig á hún að baki 23 leiki með yngri landsliðunum og hún var á dögunum valin í u23 ára hóp landsliðsins. Jasmín er spennt fyrir komandi keppsnistímabili með FH. „Ég er mjög ánægð með að vera komin til liðs við FH og hlakka mikið til þess að takast á þetta nýja verkefni. Mér líst mjög vel á aðstöðuna og umgjörðina hjá félaginu og það er greinilega metnaður til þess að halda áfram að bæta árangurinn hjá liðinu.“

Við bjóðum þær Jasmín Erlu og Örnu Dís velkomnar til FH og væntum mikils af þeim í framtíðinni.

Áfram FH.

Aðrar fréttir