Aron fer á kostum með landsliðinu

Aron fer á kostum með landsliðinu

Eins og flestir vita er íslenska landsliðið að fara hamförum í leikjum sínum í undankeppni EM í Austurríki 2010. Einn af liðsmönnum þess er okkar eigin Aron Pálmarsson sem er aldeilis að svara kallinu í meiðslavandræðum íslenska liðsins og spilar eins og hann hafi 10 stórmót á bakinu. Kappinn setti 6 mörk úti í Makedóníu sl miðvikudag og 5 mörk í gær gegn Eistlandi niðri á Ásvöllum. Ljósmyndari okkar FHinga, Jóhannes Long mætti á leikinn í gær og smellti af nokkrum mögnuðum myndum af kappanum í action.

Aðrar fréttir