Aron og Elvar bestir í umferðum 1-7

Aron og Elvar bestir í umferðum 1-7

   

Í gær voru bestu leikmenn kvenna og karla, fyrstu sjö umferðanna tilkynnt ásamt bestu þjálfurum og úrvalslið umferðanna valið. HSÍ og N1 stóðu að valinu.

 

FH ingur komu sérstaklega vel út úr valinu því Aron Pálmarsson var valinn besti leikmaðurinn og Elvar Erlingsson besti þjálfarinn. Aron skipaði einnig miðjustöðuna í úrvalsliði fyrstu 7 umferðanna.

Hildur Þorgeirsdóttir fékk líka frábæra viðurkenningu því hún var valin í úrvalslið kvenna sem hægri skytta.

 

Sannarlega frábær árangur hjá okkar fólki og óskar FH.is þeim og félaginu til hamingju með árungurinn í byrjun móts.

 

Annars voru viðurkenningarnar eftirfarandi:

Úrvalslið karla: Hafþór Einarsson frá Akureyri markvörður, Kári K. Kristjánsson úr Haukum er á línunni, Oddur Grétarsson, Akureyri, í vinstra horni, Valdimar Fannar Þórsson, HK, skytta vinstra megin, Aron er síðan á miðjunni, Rúnar Kárason úr Fram skytta hægra megin og í horninu þar er Arnór Þór Gunnarsson úr Val.

Akureyringar þykja hafa bestu umgjörðina hjá körlunum en HK hjá konunum.

Berglind Íris Hansdóttir úr Val er í marki úrvalsliðs kvenna, Nína B. Arnfinnsdóttir úr Haukum er á línunni, Jóna S. Halldórsdóttir úr HK í vinstra horninu, Ramune Pekarskyte úr Haukum í stöðu skyttu vinstra megin, Alina Petrache úr Stjörnunni er á miðjunni, Hildur Þorgeirsdóttir úr FH skytta hægra megin og Hanna Guðrún síðan í horninu.

Elvar Örn Erlingsson, þjálfari FH er þjálfari umferðanna hjá körlunum og Díana Guðjónsdóttir, Haukum, hjá konunum.

Bestu dómararnir í báðum deildum voru valdir þeir Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson.

 

 

Aðrar fréttir