Aron sigrar í æsilegu keilumóti mfl. kk

Aron sigrar í æsilegu keilumóti mfl. kk

Sektarsjóðsnefnd MFL.KK ákvað að halda keilumót í gærkveldi svona rétt til þess að þjappa mannskapnum saman fyrir geysilega mikilvægan leik gegn Gróttu sem fer fram á morgun klukkan 15:00 í krikanum. Keppnin fór vel fram og mátti sjá skemmtilega takta í annars óreyndum keiluspilurum. Alls mættu 23 til leiks og var okkur skipt niður á 4 brautir.

Verðlaunin voru alls ekki af verri endanum en glæsilegur eignarbikar fyrir sigurvegarann og flottir verðlaunapeningar fyrir 2. og 3. sætið, mjög lúðalegur bikar var svo afhendur þeima aðila sem átti slakasta skorið en orðið LÚÐI var mjög greinileg grafið framan á þann grip.
Við þökkum Péturs feðgum í Marko Merki kærlega fyrir stuðninginn: TAKK STRÁKAR!

Voru menn eins og Kristmann og Arnar Geirsson eitthvað búnir að melda sig í toppbaráttuna og stóðu þeir við það en það var óvæntur leikmaður sem greinilega hafði setið á strák sínum fyrir mót sem stal senunni.

Aron Pálmason byrjaði á því að raða keilunum niður og fór ekki ein einasta keila framhjá honum í fyrstu sex umferðum, eftir það dalaði kastið hjá stráknum, en Aron var farin að sjá bikarinn glæsilega í hyllingum í hillunni heima og reif sig upp í síðustu köstunum og tókst að lokum að ná 169 stigum og til þess þurfti fjórar fellur og fjórar feikjur sem er frábær árángur og dugði þetta til að landa öruggum sigri.

Keppnin um annað sætið var spennandi og þar áttust við Nonni og Manni (hehe) og endaði sú barátta með sigri Manna en hann notaði smábarna kúlur, tróð tveimur fingrum í þær og spinnaði þeim af kostgæfni í átt að silfurverðlaunum sínum, menn settu spurningarmerki við stílinn.

Hér kemur svo lokastaða mótsins en vert er að geta þess að Arnar Geirsson stóð sig vel en varð undir í baráttunni um fimmta sætið en Hilmar hreppti það sæti með síðasta skoti mótsins við gríðarleg fagnaðarlæti viðstaddra.


1. Aron  =    169 stig (brautarmet!!)
2. Manni =    136 stig (4 fellur)
3. Nonni =    132 stig (4 fellur)
4. Ari   =    125 stig (2 fellur)
5. Hilmar =   123 stig (4 fellur)
6. Arnar =    120 stig (aðeins ein fella!)
7. Tómas =    110 stig (ein fella)
8. Atli  =    109 stig (2 fellur)
9. Daníel =   108 stig (ein fella) 
10.Stebbi =   103 stig (ein fella)
11.Árni  =    101 stig (2 fellur)
12.Guðni =    100 stig (2 fellur)
13.Heiðar =   99  stig (2 fellur)
14.Gaui  =    98  stig (3 fellur)
15.Valur =    92  stig (2 fellur)
16.Einar =    92  stig (engin fella:( tapar fyrir Val á því!)
17.Óli Gúst = 91  stig (ein fella)
18.Gulli =    91  stig (engin fella.. svekkjandi)
19.Óli Guðm = 90  stig (2 fellur)
20.Dóri  =    81  stig (engin fella)
21.Bjössi =   78  stig (engin fella)
22.Teddi =    66  stig (ein fella)
23.Óli H. =   53  stig (ein fella og fullt af karakter, fékk lúðaverðlaunin en vildi koma því á framfæri að honum fannst rosa gaman að taka þátt og það væri fyrir öllu.)

Eftir keiluna fórum við á veitingastaðinn Red Chili á Pósthússtræti og gæddum okkur á
dýrindis veitingum og fær þessi staður toppeinkunn fyrir þjónustu og maturinn var æðislegur.
Verðlaun voru svo afhend við hátíðlega athöfn áður en matur var borinn á borð.

Allt var þetta í boði sektarsjóðs MFL.KK en fyr

Aðrar fréttir