Aron þýskur meistari

Aron þýskur meistari

Aron Pálmarsson varð í gær þýskur meistari í handbolta með Kiel, sem
Alfreð Gíslason þjálfar. Hreint út sagt ótrúlegt afrek á fyrsta ári
Arons í atvinnumennsku.

Alfreð Gíslason og Aron Pálmarsson urðu í dag
Þýskalandsmeistarar í handknattleik með Kiel. Sjötta árið í röð sem
Kiel verður meistari og í sextánda skiptið í sögu þessa
handboltastórveldis.

Kiel landaði titlinum með
því að sigra Grosswallstadt, lið Sverre Jakobssonar og Einars
Hólmgeirssonar á útivelli í dag, 27:24. 

Alfreð er að stýra Kiel til sigurs í annað sinn á jafn mörgum árum en hann gerði einnig Magdeburg að meisturum á sínum tíma. 

Aron er á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku og vann einnig Meistaradeild Evrópu með félaginu á dögunum. 

Sverre lék í vörninni hjá Grosswallstadt. Einar og Aron komu lítillega við sögu í leiknum og náðu ekki að skora.

Tekið af mbl.is

Enn og aftur óskar fh.is Aroni til hamingju með stórglæsilegan árangur á sínu fyrsta ári í atvinnumennsku!

Aðrar fréttir