Ásdís og Kristina til FH

Ásdís og Kristina til FH

Ásdís aftur í FH

Kvennalið FH í handbolta barst gríðarlegur liðsauki um
síðustu mánaðarmót en þær Ásdís Sigurðardóttir örvhentur hornamaður og Kristína
Kvaderine markvörður gengu til liðs við FH liðið, Ásdís frá Stjörnunni og
Kristina frá Fram.

Ásdís , sem er 25 ára, er FHingum að góðu kunn en hún lék
með liðinu ekki alls fyrir löngu við góðan orðstír. Ásdís er mjög sterkur
leikmaður með mikla reynslu. Hún samdi til 2. ára. Hún er Akureyringur að
upplagi.

Kristina, sem er 27 ára, lék eins og áður sagði hjá Fram í
fyrra hefur áður spilað fyrir Hauka. Hún er mjög sterkur markvörður en hefur
verið að stíga upp úr erfiðum hnémeiðslum og er á góðum batavegi. Hún samdi
tímabundið við félagið til áramóta en góður möguleiki er á að hún semji til
lengri tíma.

FH.is býður þessar frábæru handboltakonur velkomnar í
klúbbinn.

Aðrar fréttir