Ásgeir Gunnarsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH.

Ásgeir Gunnarsson ráðinn aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna hjá FH.

Stjórn handknattleiksdeildar FH hefur ráðið Ásgeir Gunnarsson sem
aðstoðarþjálfara meistaraflokks kvenna og þjálfara unglingaflokks kvenna til
næstu tveggja ára.

Ásgeir hefur undanfarin ár þjálfað yngri flokka FH með miklum ágætum sem og
þjálfað meistaraflokk karla hjá ÍH og sýnt það og sannað að hann er öflugur
þjálfari þrátt fyrir ungann aldur.

Við erum gríðarlega ánægð með þessa ráðningu, þetta er skref í þá átt sem
við viljum fara með stelpurnar okkar. Við teljum mikilvægt að hafa þjálfara
sem þjálfar bæði unglingaflokk og þjálfar meistaraflokk. Þetta fyrirkomulag
reyndist okkur vel hjá meistaraflokki karla síðastliðinn vetur og því
ákváðum við að fara sömu leið kvenna megin. Nafni minn er líka með risastórt
FH hjarta og mjög metnaðarfullur fyrir hönd félagsins sem er okkur
mikilvægt, segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH eftir
undirritun dagsins.

Stjórn handknattleiksdeildar FH býður Geira Gunn velkominn til starfa.

Aðrar fréttir