Ási ráðinn aðstoðarþjálfari FH

Ásbjörn Friðriksson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari mfl. karla FH.

“Ási hefur alltaf haft sterka rödd innan leikmannahóps FH og með ráðningu þessari er ljóst að hún verður enn sterkari. Ási er gríðarlega virtur innan hópsins, og félagsins alls, og við væntum mikils af samstarfi hans og Halldórs Jóhanns.” segir Ásgeir Jónsson formaður hkd FH.
“Um leið og við bjóðum Ása velkominn í þjálfarateymið þá viljum við þakka Árna Stefáni Guðjónssyni kærlega fyrir samstarfið en Árni Stefán hefur unnið mjög gott og óeigingjarnt starf fyrir FH í mörg ár.” sagði Ásgeir ennfremur.

Aðrar fréttir