Ási skrifar undir nýjan samning

Frábærar fréttir úr Kaplakrika – Ási skrifar undir nýjan samning

Ásbjörn Friðriksson fyrirliði FH hefur framlengt samning sinn við félagið til þriggja ára, til ársins 2021.  Ási gekk til liðs við FH árið 2008 og hefur því leikið með Fimleikafélaginu síðastliðin 10 ár, fyrir utan rúmlega árs dvöl í Svíþjóð. Ljóst er að árin verða a.m.k. þrjú til viðbótar eftir undirskrift dagsins.

“Ási er frábær leikmaður og sterkur karakter sem fyrir löngu hefur skráð nafn sitt í sögu FH. Leikmaður eins og Ási er ekki á hverju götuhorni og því afar ánægjulegt að hann hafi ákveðið að spila áfram með okkur næstu árin” segir Ásgeir Jónsson formaður hkd FH.

Aðrar fréttir