Atlagan hafin að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð

Atlagan hafin að þriðja Íslandsmeistaratitlinum í röð

Lið FH:

Daði Lárusson, Guðmundur Sævarsson, Ármann Smári Björnsson, Tommy Nielsen, Freyr Bjarnason, Davíð Þór Viðarsson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Sigurvin Ólafsson (Baldur Bett 75.), Ólafur Páll Snorrason (Atli Viðar Björnsson 70.), Tryggvi Guðmundsson, Allan Dyring (Atli Guðnason 85.).

Það var eftirvænting í loftinu fyrir fyrsta leik Íslandsmeistara FH á Íslandsmótinu 2006. Verkefnið er að sjálfsögðu að vinna titilinn þriðja árið í röð en það hefur aðeins Skagamönnum tekist síðustu 40 ár.

Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi FH, lykilmenn síðasta árs, Heimir Guðjónsson, Auðun Helgason og Allan Borgvardt ekki lengur til staðar  að ógleymdum Sverri Garðarssyni sem reyndar var heldur ekki með í fyrra.
Eins hefur FH-liðið átt í miklum meiðslum og ekki náð að stilla upp sínu sterkasta liði nú á vormánuðum. Þess vegna lék stuðningsmönnum FH hugur á að vita hvernig FH-liðið kæmi í fyrsta leik því FH á erfiða leiki framundan nú í byrjun móts. Fyrsti leikur gegn KR, svo Valur úti, Skaginn heima, Fylkir úti og svo Keflavík heima í 5. umferð. Þessar 5 umferðir eru leiknar á þremur vikum svo það er mikilvægt að byrja mótið vel.

Fyrir leik vakti kátínu stuðningsmanna FH að einhver dyggur FH-ingur hafði farið upp á þak á KR-blokkinni svokölluðu á Meistaravöllum og hengt stóran FH-fána niður blokkina!

Leikurinn byrjaði með gífurlegri baráttu en kannski litlum fótbolta eins og oft vill verða í byrjun móts. Það var svo á 26. mínútu að Guðmundur Sævarsson átti góða sendingu inn fyrir vörn KR þar sem Tryggvi Guðmundsson beið eins og gammur og stýrði boltanum í netið.

Eftir markið náðu FH-ingar nokkrum tökum á leiknum og voru afslappaðri með boltann og náðu upp góðu spili.

Tryggvi var svo aftur á ferðinni 11 mínútum síðar þegar hann stangaði boltann í netið af harðfylgi og enn eftir sendingu frá Guðmundi Sævarssyni.

Í seinni hálfleik lá meira á FH. KR-ingar sóttu meira án þess þó að skapa sér færi en þeir fengu fullt af hornspyrnum en FH-ingar vörðust vel.

Það var svo Atli Viðar Björnsson sem innsiglaði sigurinn nokkrum mínútum fyrir leikslok eftir góða sókn og fyrirgjöf frá Tryggva Guðmundssyni.

Bæði Atli Guðnason og Freyr Bjarnason fengu tækifæri til að bæta við fjórða markinu en inn vildi boltinn ekki og úrslitin sanngjarn 0-3 sigur.

FH-liðið leit bara nokkuð vel út í þessum leik. Leikmenn börðust gríðarlega vel og voru með það á hreinu að það þurfti að vinna fyrir sigrinum.

Bestu menn FH voru Tryggvi Guðmundsson og Ármann Smári Björnsson.

—————————————————————————————————————

Umsagnir um frammistöðu leikmanna FH:

Daði Lárusson steig ekki feilspor.

Guðmundur Sævarsson lagði upp tvö mörk en átti stundum í vandræðum með að skila boltanum frá sér.

Ármann Smári Björnsson átti frábæran leik. Tók alla skallabolta og var öruggur í öllum aðgerðum.

Tommy Nielsen hefur átt í langvarandi meiðslum en er sem fyrr lykilmaður í liðinu og komst vel frá sínu.

Freyr Bjarnason átti traustan leik.

Davíð Þór Viðarsson fann sig ekki nógu vel og of margar sendingar rötuðu ekki á samherja.

Ásgeir Gunnar Ásgeirsson var ekki áberandi og virkaði þungur.

Sigurvin Ólafsson átti góðan leik og var nálægt því að skora í tvígang.

Ólafur Páll Snorrason var ógnandi í fyrri hálfleik en náði sér ekki jafnvel á strik í þeim síðari.

Tryggvi Guðmundsson átti mjög góðan leik. Vann gríðarlega vel og skor

Aðrar fréttir