Atli bestur og Heimir þjálfari ársins

Atli bestur og Heimir þjálfari ársins

Lokahóf KSÍ fór fram í Hörpu á dögunum og sópuðu Íslandsmeistarar FH-ingar að sér verðlaunum sem veitt voru fyrir Pepsi-deild karla en leikmenn liðanna greiða atkvæði í kjörinu.

Fjórir FH-ingar voru í liði ársins í karlaflokki en það voru þeir Guðjón Árni Antoníusson, Freyr Bjarnason, Björn Daníel Sverrisson og Atli Guðnason. Heimir Guðjónsson var kjörinn þjálfari ársins og Atli Guðnason leikmaður ársins en Atli fékk að auki afhentan gullskóinn fyrir að vera markahæsti leikmaður deildarinnar í sumar með 12 mörk.

Vel af sér vikið hjá okkar mönnum og til að kóróna frábært sumar hjá FH.

Aðrar fréttir