Atli Guðna tryggði FH sigur gegn Skaganum

Atli Guðna tryggði FH sigur gegn Skaganum

Lið FH:
Daði Lárusson
Guðmundur Sævarsson
Ármann Smári Björnsson
Tommy Fredsgard Nielsen
Freyr Bjarnason
Davíð Þór Viðarsson
Ásgeir Gunnar Ásgeirsson (Baldur Bett 75.)
Sigurvin Ólafsson
Atli Viðar Björnsson (Ólafur Páll Snorrason 65.)
Tryggvi Guðmundsson
Allan Dyring (Atli Guðnason 65.)

Leikurinn byrjaði fjörlega og FH-ingar voru greinilega ákveðnir í að láta Skagamenn finna til tevatnsins í upphafi leiks en Skagamenn eru reyndar þekktir fyrir læti og baráttu í byrjun leikja þ.a. það má segja að FH-ingar hafi látið Skagamenn kenna á eigin bragði.

FH-ingar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en sóknirnar virtust renna út í sandinn þegar nær dró vítateig Akurnesinga. Skagamenn áttu nokkur færi á skyndisóknum en tókst aldrei að binda endahnút á lofandi sóknir.

Sigurvin Ólafsson náði forystunni fyrir Íslandsmeistarana á 40. mínútu með stórglæsilegu skoti úr aukaspyrnu.

FH-ingar komju hálfsofandi inn í seinni hálfleikinn. Gummi Sævars átti slaka sendingu og kom sér ekki strax í varnarstöðu og Ármann Smári braut klaufalega af sér við vítateigshornið og gaf víti sem Bjarni Guðjónsson skoraði úr af miklu öryggi.

FH-ingar reyndu að sækja en náðu litlu kantspili o lítilli tenginu við Allan Dyring. Það var ekki fyrr en Atli Guðnason kom inn á 25. mínútum fyrir leikslok að broddur komst í sóknarleikinn.

Sókn FH þyngdist. Guðmundur Sævarsson prjónaði sig í gegnum vörn Skagamanna en skaut naumlega framhjá og Bjarni Guðjónsson bjargaði skalla Sigurvins á línu. Það var svo Atli Guðnason sem skoraði sigurmarkið á 74. mínútu þegar hann mokaði boltanum í þaknetið frá markteig eftir hornspyrnu.

Skagamenn pressuðu síðustu mínúturnar en FH-ingar héldu út og hafa nú unnið þrjá leiki í röð gegn erfiðum andstæðingum.

Við höfum svo sem ekki leikið neinn glansbolta í upphafi móts, en það sama var upp á teningnum í fyrra. Liðið er geysilega þétt og vel skipulagt en það hefur vantað að flytja boltann betur fram á við. Atli Guðnason kom mjög vel inn í þennan leik og hlýtur að gera tilkall til sæti í byrjunarliðinu gegn Fylki í næstu umferð

Frammistaða liðsins

Daði gerði allt rétt eins og fyrri daginn.

Guðmundur Sævarsson átti slakan leik, var oftar en einu sinni að spila Skagamenn réttstæða í fyrri hálfleik, átti ónákvæmar sendingar og mark Skagamanna má að nokkru leyti skrifa á Gumma.

Ármann Smári átti fínan leik en var klaufi að gefa vítið. Geysilega sterkur í loftinu.

Tommy Nielsen átti fínan leik.

Freyr byrjaði ekkert sérstaklega en vann sig vel ínn í leikinn og stóð sig vel.

Ásgeir byrjaði mjög vel á miðjunni en dofnaði eftir því sem leið á leikinn.

Venni skoraði glæsilegt mark og átti marga góða spretti. Nauðsynlegur í miðvallarflóruna. Á eftir að vaxa eftir því sem líður á sumarið.

Tryggvi var duglegur en var í strangri gæslu.

Atli Viðar náði sér ekki alveg á strik og Óli Palli var ekki nógu grimmur þegar hann kom inná.

Allan Dyring átti slakan leik, hann var duglegur sem fyrri daginn en náði ekki að halda boltanum frammi eða koma samherjum sínum í spilið.

Maður leiksins var Davíð Þór Viðarsson sem batt saman miðjuna og hélt Þórði Guðjónssyni sem var fremstur miðjumanna Skagamanna algjörlega niðri. Davíð var frekar rólegur í fyrstu tveimur leikjunum en átti mjög góðan leik í kvöld.

Aðrar fréttir