
Atli Guðnason íþróttamaður FH 2012
Atli Guðnason var útnefndur íþróttamaður FH árið 2012 í Sjónarhóli á gamlársdag hér í Kaplakrika. Mikill fjöldi fólks kom saman við þessa athöfn og var ánægjulegt að sjá allan þennan fjölda í glæsilega veislusal okkar. Aron Pálmarsson leikmaður Kiel sem var útnefndur íþróttamaður ársins af ÍSÍ var sæmdur gullmerki FH fyrir glæsilegan árangur með félagsliði sínu Kiel og íslenska landsliðinu í handbolta. Einnig veitti Arnar Ægisson fyrir hönd íþrótta- og afrekssjóðs barna Hrafnkels Kristjánssar handknattleiksdeild FH styrkt til þess að kaupa handbolta fyrir yngstu flokka félagsins.
FH þakkar kærlega fyrir þennan stuðning og komu allra á athöfnina.
Atli Guðnasons íþróttamaður FH 2012:
Aron Pálmarsson með gullmerki FH:
Hér eru svo fleiri myndir af athöfninni og þeir einstaklingar sem voru tilnefndir af deildum FH til íþróttamanss FH 2012.
Nefnd um val á íþróttamanni FH fyrir árið 2012 hefur komið saman og yfirfarið fyrirliggjandi tilnefningar deilda félagsins.
Íþróttamenn FH sem tilnefndir voru eru:
Frjálsíþróttadeild: Sveinbjörg Zophoníasdóttir
Óðinn Björn Þorsteinsson
Handknattleiksdeild: Dröfn Haraldsdóttir
Daníel Freyr Andrésson
Knattspyrnudeild: Sigmundína Sara Þorgrímsdóttir
Atli Guðnason
Skylmingadeild: Þórdís Ylfa Viðarsdóttir
Hilmar Örn Jónsson
Það er niðurstaða nefndarinnar að mæla með því til aðalstj&oacut