Átt þú auka bolta eða fatnað ?

Átt þú auka bolta eða fatnað ?

Kæru FH-ingar

Kristinn Páll Guðmundsson er FH-ingur og flugmaður sem flýgur oft til Afríku. Í þessum ferðum fer hann reglulega í heimsóknir á munaðarleysingjahæli. Þar eru boltaleikir helsta ánægjuefni krakkanna. Þeir sem eru það heppnir að eiga bolta eru yfirleitt með eldgamlar og slitnar tuðrur sem allt leður er farið af.

Kristinn Páll hafði sambandi við okkur FH-inga á dögunum til að athuga hvort við gætum aðstoðað við að gefa þessum krökkum jólagjafir. Við biðjum þess vegna FH-inga sem eiga til bolta eða fatnað sem þeir eru ekki að nýta lengur að koma þeim í afgreiðsluna í Kaplakrika fyrir mánudaginn 7.desember. Kristinn mun svo koma þessu á leiðarenda.

Með jólakveðju, Knattspyrnudeild FH.

Aðrar fréttir