Átta leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir FH

Átta leikmenn léku sinn fyrsta leik fyrir FH

Á föstudaginn síðastliðin þegar Afturelding og FH mættust í fyrstu umferð 1. deildar karla léku 8 leikmenn sinn fyrsta leik fyrir FH. Þetta eru þeir:

Daníel Andrésson 17 ára
Bjarni Aron Þórðarson 17 ára
Björn Daníel Sverrisson 16 ára
Ari Þorgeirsson 20 ára
Ólafur Heimisson 18 ára
Kristmann Dagsson 20 ára
Gunnlaugur Garðarsson 23 ára (gekk til liðs við FH frá Stjörnunni í sumar)
Guðni Már Kristinsson 19 ára.

Þess má einnig geta að Aron Pálmarsson 16 ára, og Guðjón Helgason 17 ára voru að leika sinn þriðja leik fyrir meistaraflokk félagsins. Þá hefur Theodór Pálmason línumaður einnig leikið tvo leiki en hann var í leikbanni gegn Aftureldingu. Það má því segja að reynsluboltarnir séu aldursforsetinn Valur Arnarsson 33 ára, Heiðar Örn Arnarsson, Hilmar Guðmundsson en þeir eru báðir aðeins 23 ára og Tómas Sigurbergsson sem er 21 árs.

Meðalaldurinn í FH liðinu í þessum leik var rétt undir 20 árum. Einnig má geta þess að allir leikmenn FH nema Gunnlaugur eru uppaldir FH ingar.

Aðrar fréttir