Áttundi sigurinn í röð!!

Áttundi sigurinn í röð!!

Yfirburðir eins og venjulega

Silja Úlfarsdóttir sigraði 200 m á 24.41 sek, og setti nýtt bikarmótsmet.

Eygerður Inga Hafþórsdóttir varð þriðja í 800 m á 2:22.07 mín sem er mjög gott í sinni fyrstu bikarkeppni.

Rakel Ingólfsdóttir varð önnur í 3000 m á 10:33.87 mín sem er aðeins nokkrum sek frá hennar besta árangri.

Sigrún Dögg Þórðardóttir varð önnur í 100 m grindarhlaupi á 15.58 sek og við vorum komnir á beinu brautina.

Stelpurnar í 1000 m boðhlaupinu sigruðu með yfirburðum og settu Hafnarfjarðarmet, en tíminn hjá þeim var 2:15.84 mín en í sveitinni voru Hilda , Sigrún Dögg, Ylfa og Silja)

Hilda Guðný Svavarsdóttir varð fjórða í Langstökk stökk 5.27 m og stóð vel fyrir sínu og bætti sinn árangur stökk 5.19 m í löglegum vindi.

Þórey Edda Elíasdóttir sigraði með yfirburðum í stangarstökki stökk 4.20 m og átti eina góða tilraun við 4.51 m en það kemur örugglega næst.

Halla Heimisdóttir sigraði í kringlukasti kastaði 43.20 m og varð önnur í sleggjukasti 35.64 m.

Sveinn Þórarinsson sigraði í 200 m á 22.27 sek.

Daði Rúnar Jónsson sigraði með glæsilegum endaspretti í 800 m á 1:58.07 mín en fyrsti hringur var á rúmar 60 sek. Daði lenti í smá slagsmálum eftir rúma 150 m og lenti síðastu en vann sig út úr því og gerði allt rétt eftir það og endaspretturinn kom á réttum tíma og ég er viss um að Bjössi litli bölvaði mikið þegar hann horfið á hlaupið.

Finnur Emilsson Fenger varð fjórði í 5000 m á 17:20.38 mín og fékk þau stig sem búist var við af honum. En hann lenti í erfiðleikum sökum þess að hann er aðeins 800 m og 1500 m hlaupari..

Ingi Sturla Þórisson varð annar í 110 m grindarhlaupinu á 15.33 sek aðeins 1/100 á eftir Unnsteini , en tíminn er enn betri ef maður hefur það í huga að mótvindur var upp á – 2.9 m/sek.

Strákarnir í 1000 m boðhlaupinu sigruðu og settu nýtt mótsmet og Hafnarfjarðarmet (næstbesti tími frá upphafi) þeir voru á 1:56.51 mín . Óli hljóp ótrúlega vel og hinir gerðu einnig vel..

Bjarni Þór Traustason sigraði í hástökki er hann stökk 1.95 m , svona uppbót fyrir Bjarna fyrir silfrið í Langstökkið í gær.

Jónas Hlynur Hallgrímsson sigraði Þrístökkið er hann stökk 14.75 m og sýndi það að hann er næsti maður á Íslandi yfir 15 m í þrístökki að ári.

Óðinn Björn Þorsteinssons varð annar í Kringlukasti er hann kastaði 47.93 m .

Guðmundur Karlsson sigraði í sleggjukasti með 56.58 m en mummi hafði mikla yfirburði eða rúma 10 metra.

félag , heildarstig, karlar, konur

FH 192 101 91

UMSS 149.5 77 72.5

HSK 134.5 69.5 65

IR 131.5 69.5 62

Breiðablik 110 56 54

Ármann 51.5 19 32.5

Aðrar fréttir