Atvinnumannabúðir Loga Geirs

Atvinnumannabúðir Loga Geirs

Undanfarna daga hafa Atvinnumannabúðir Loga Geirs verið í fullum gangi í Kaplakrika. Má segja að námskeiðið hafi heppnast afar vel; öll pláss sem voru í boði seldust og komu krakkarnir úr öllum mögulegum félögum.

Krakkarnir fengu m.a.s. fyrirlestur, matarprógram og leiðsögn í helstu undirstöðuatriðum líkamsþjálfunar. Þá komu þeir Óskar Bjarni Óskarsson og Björgvin Páll Gústavsson í heimsókn, fylgdust með því sem fram fór og leiðbeindu krökkunum.

Hér að neðan er hópmynd af krökkunum á námskeiðinu.

Aðrar fréttir