Auðveldur sigur gegn KA/Þór

Auðveldur sigur gegn KA/Þór

Meistaraflokkur kvenna vann í dag góðan sigur gegn KA/Þór, 34-33, í Kaplakrika í dag. Eftir sigurinn sitja stelpurnar enn sem fastast í 5. sætinu, en þó einungis 6 stigum á eftir Haukum sem eru í 1. sæti. Núna eru aðeins 4 umferðir eftir af deildinni eog ættu stelpurnar að geta klifrað enn ofar upp töfluna.

FH byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust strax í 5-0. Eftir það má segja að aldrei hafi verið litið tilbaka og eina spurningin í rauninni hversu mikill munurinn yrði. Bæði lið voru að spila slakan varnarleik en það sem skildi þó á milli var frábær leikur Laimu í markinu hjá FH. Hún bókstaflega varði flest allt sem á markið kom og hefur örugglega tekið yfir 20 bolta í leiknum. Ágætt dæmi um það er að 2 af fyrstu 43mörkum KA-stúlkna komu úr vítaköstum og staðan 10-3 fyrir FH.

Stelpurnar náðu mest 7 marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik en þá fylgdi slæmur kafli og KA stelpur virtust ætla að koma sér inn í leikinn, en sem betur fer varði hann ekki lengi og var staðan í hálfleik 17-7 fyrir FH.

Síðari hálfleikur spilaðist svipað og sá fyrri og hélst munurinn allan tímann í 7-10 mörkum. Norðanstúlkur komust lítt áleiðis gegn FH-vörninni sem fór batnandi þegar á leið og urðu lokatölur 33-25, FH í vil.

Hjá FH voru Ásdís Sigurðardóttir, hægri stórskytta og Laima Milianskaité bestar. Ásdís virtist eiga í litlum erfiðleikum með að gera mörk, hvort sem það var úr gegnumbrotum eða með góðum uppstökkum. Eins og áður sagði var Laima hreint út sagt stórkostleg í þessum leik og ljóst má vera að stelpurnar eru ekki á flæðiskeri staddar hvað markvörslu varðar nú þegar Jolanta er einnig að snúa aftur. Maja Gronbæk stóð fyrir sínu að vanda og heilt yfir má segja að stelpurnar hafi allar skilað sínu í dag.

Næst taka stelpurnar á móti Gróttu á sunnudaginn í Kaplakrika og þar mega þær búast við aðeins meiri mótspyrnu en þær fengu í dag. Ágætis mæting var á leikinn en betur má ef duga skal.

Leikurinn við Gróttu hefst kl. 18:00 en seinna um kvöldið tekur meistaraflokkur karla síðan á móti Stjörnunni í DHL-deild karla. Það er því tilvalið fyrir FH-inga að mæta á báða leikina og sýna stuðning í verki!

Áfram FH!

Aðrar fréttir