B-lið 3. flokks Íslandsmeistari

B-lið 3. flokks Íslandsmeistari

3. flokkur karla varð um síðustu helgi Íslandsmeistari B-liða eftir góðan sigur á Keflvíkingum í úrslitaleik. Leikið var í Keflavík og komust okkar menn yfir snemma leiks með marki frá Gísla Frey Helgasyni. Arnór Daði Eiríksson bætti um betur skömmu síðar en Keflvíkingar náðu að minnka muninn undir lok fyrri hálfleiks. Hart var barist í seinni hálfleik en ekkert skorað, lokatölur 2-1 og titillinn FH-inga.

Strákarnir hafa gert frábæra hluti í sumar því liðið var efst í A-riðlinum og fór svo alla leið í úrslitakeppninni sem fyrr segir. FH.is óskar strákunum til hamingju með titilinn en þjálfarar flokksins eru þeir Orri Þórðarson og Davíð Örvar Ólafsson.

Aðrar fréttir