B-lið drengja deildarmeistarar 2006 !!!

B-lið drengja deildarmeistarar 2006 !!!

Fyrsti leikur strákanna var á laugard og mættu þeir KA2 í fyrsta leik.
Var hann nokkuð jafn til að byrja með, en smá saman sigu FH-ingar
framúr og sigruðu að lokum með 25-20. Mikilvægur sigur og lofaði góðu
fyrir framhaldið. Næsti mættust FH og Selfoss. Þar voru FH ingar mun
sterkari og sigruðu örugglega 23-16. Flottur fyrri dagur og vonandi
yrði framhald á þessu
. Strax á sunnudagsmorgun kl


9:00


mættust FH og Haukar. Þessi leikur myndi ráða því hvaða lið yrði
deildarmeistari. Sást það strax í byrjun að mikil taugaveiklun var í
gangi. Skiptust liðin á að hafa forustu og leiddi FH í hálfleik 12-11.
Síðan var barist um hvern bolta og áfram var barist um að hafa forystu.
Þegar 2,25 eru eftir missa FH-ingar mann útaf og FH leiðir 19-17.
Skoruðu Haukar og minnkuðu munin í 1 mark, og 1,20 eftir. En með langri
og fínni sókn, þar sem fríköst voru sótt, náðist að spila til það voru
15 sek eftir, þá klikkaði skot hjá okkar mönnum. Haukar bruna í sókn fá
fríkast og tíminn rann út. Einungis fríkastið sem veggurinn varði og
mikil gleði braust út hjá strákunum. Deildartitillinn í höfn, hvernig
svo sem síðasti leikurinn á móti Stjörnunni myndi enda.

En
þessir strákar vita það, að maður á bara fá verðlaun fyrir að sigra og
því ætluðu þeir að klára þetta mót með fullu húsi stiga. Það tókst þeim
og sigruðu þeir Stjörnuna með 4 mörkum.

Þar
með hefur 4 fl karla unnið alla titla sem hægt hefur verið að vinna
hingað til. Bikarmeistarar og deildarmeistarar a og b liða. Frábær
árangur hjá þeim.

Nú hefst þá undirbúningur fyrir úrslitakeppni 4 fl um íslandsmeistaratitilinn.

A-liðið spilar helgina 7-9 apríl og b-liði spilar helgina 21-23 apríl.

Ekki
eru komnar staðsetningar á þessi mót, en viljum við hvetja alla sem
vettlingi geta valdið að mæta og styðja þá þegar að þessu kemur.

Til hamingju strákar !!!!!!!
Í lokin langar mig að minnast á eitt atriði.  Eftir síðasta leik
FH, kom þjálfari KA til FH markmannsins og sýndi honum hvernig best er
að standa, en KA þjálfarinn er einmitt gamall markmaður.  Fannst
mér þetta frábært framtak hjá honum að hann leiðbeindi markmanni
mótherjanna líka.  Þarna er sannur leiðbeinandi á ferðinni. 
Þökkum við honum kærlega fyrir þetta framtak hans.

Aðrar fréttir