Bæting hjá Óðni Birni, 19,50 í kúluvarpi

Bæting hjá Óðni Birni, 19,50 í kúluvarpi

Óðinn Björn Þorsteinsson FH setti persónulegt met í kúluvarpi innanhúss á kastmóti sem fram fór í Kaplakrika í dag, þegar hann varpaði kúlunni 19,50 m.

 Kastsería Óðins var góð, en hann átti þrjú köst yfir 19 metra. Fyrsta kast fór 19,14 m, annað kast átti hann sem mældist 19,22 m og loks 19,50 m lokakastinu. Óðinn átti best áður 19,16 m frá 2. febr. á sl. ári. 
 
Óðinn Björn er í 4. sæti á afrekaskránni í kúluvarpi frá upphafi, á eftir föðurbróður sínum Óskar Jakobssyni, Hreini Halldórssyni og Pétri Guðmundssyni sem á metið 20,66 m.
 
Óðinn Björn tekur þátt á Vetrakastmóti EAA í Arles í Frakklandi, helgina 20. og 21. mars nk. en það er hefðbundið fyrsta utanhúss kastmót ársins.

Tekið af Frí.is

Aðrar fréttir