Bakhjarla upplýsingar

Heilir og sælir kæru FH-ingar.

 

Næstkomandi laugardag 6.maí á milli kl 10:00 og 13:00 verða starfsmenn knattspyrnudeildar að ganga frá Bakhjarlaskráningu. Allir sem hafa verið Bakhjarlar og vilja vera áfram þurfa því að mæta á laugardaginn og ganga frá skráningu og fá nýja kortið sitt. Skráningin ætti taka nema 1-2 mín á hvern einstakling.

 

Kaffi og bakkelsi verður á boðstólnum og einnig verða FH gjafir afhentar við hverja skráningu.

 

Leikmenn og þjálfarar meistaraflokks verða á svæðinu og því tilvalið að kíkja í smá laugardagskaffi í Krikann. Fyrsti heimaleikur meistaraflokks karla er á mánudaginn kl 18:00 á móti KA.

 

Ákveðið var að hækka miðaverð á leikina í Pepsi deildinni í 2.000 kr en gefa öllum börnum yngri en 16 ára frítt. Við ákváðum þó að hækka ekki Bakhjarlakortin og verður því sama verð og í fyrra, hér má sjá leiðirnar sem eru í boði og hvað þær innihalda.

 

Bakhjarl: 2.500 kr á mánuði í 12x mánuði = 30.000 kr. Innifalið eru 14 leikir, matur fyrir alla heimaleiki, kaffi í hálfleik.

Fjölskyldubakhjarl: 4.000 kr á mánuði í 12x mánuði: 48.000 kr. Innifalið eru 22 leikir, matur fyrir alla heimaleiki, kaffi í hálfleik.

Gull bakhjarl: 10.000 kr á mánuði í 12x mánuði (100.000 kr staðgr). Innifalið eru 22 leikir, matur fyrir alla heimaleiki, miði á evrópuleiki FH og gjöf frá FH á tímabilinu.

 

Auk þess fá allir Bakhjarlar 7.kr afslátt á Atlantsolíu, afslátt á viðburði knattspyrnudeildar, afslátt hjá ýmsum fyrirtækjum í HFJ t.d. 40% hjá Flugger.

Aðrar fréttir