Bakhjarlar FH – Nýtt upphaf

Bakhjarlar FH – Nýtt upphaf

Kæri FH-ingur

 

Ert þú Bakhjarl FH, hvað er Bakhjarl FH og af hverju ætti ég, þú og allir hinir að vera Bakhjarl?

Bakhjarl FH er stuðningsmannakerfi knattspyrnudeildar FH og var stofnað árið 2010 en fyrir það voru til nokkrir FH stuðningshópar. Hugmyndin var að skapa einn stóran og góðan vettvang fyrir þá sem vilja styðja við bakið á rekstriknattspyrnudeildar FH. Einstaklingur getur valið úr 3 leiðum til að vera Bakhjarl FH, Nr.1. FH-ingur (1.000 kr á mánuði), 2. Bakhjarl (2.500 kr á mánuði) og 3. Fjölskyldu Bakhjarl (4.000 kr á mánuði). Hægt er að dreifa greiðslunum yfir allt tímabilið sem er frá 1.maí til 30. apríl eða ganga frá þessu í einni greiðslu eða samkvæmt reikningi. 

Stuðningurinn.

Þessi stuðningur er ómetanlegur og hefur hjálpað deildinni að komast á þann stall sem hún er í dag og þar sem við viljum að FH sé, á toppnum. Það er því afar mikilvægt að við höfum fjölmennan og góðan hóp Bakhjarla sem styðja liðið í þessari 

miklu baráttur sem nú fer að hefjast. Bakhjarlar fá afslátt hjá helstu styrktaraðilum knattspyrnudeildar og fá afslátt af viðburðum tengdum knattspyrnudeildar, hér að neðan má sjá helstu afslættina hjá samstarfsfyrirtækjum. Það er ekkert launungamál að rekstur knattspyrnudeildar FH hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og hjálpa þessar tekjur að brúa bilið yfir vetrarmánuðina þegar enginn aðgangseyri er fyrir hendi. Þú sem Bakhjarl FH getur sagt stoltur frá því að þú sért meðlimur í FH og styrktaraðili knattspyrnudeildar FH. Án fjöldans og stuðningsmanna FH værum við ekkert. Við erum FH.

 

FH – Breiðablik

Liðsmynd

Fyrsti leikur liðsins er á mánudaginn 5. maí gegn sterku liði Breiðabliks. Leikurinn átti að fara fram á Kópavogsvelli en sökum lélegra vallarskilyrða þar óskuðu Blikar eftir því að færa leikinn á Kaplakrika. Leikurinn verður því hér í Kaplakrika og hefst hann stundvíslega kl. 19:15 en húsið opnar fyrir Bakhjarla kl. 18:45 og verður hægt að fá sér súpu og meðlæti fyrir leik.

Afhending Bakhjarlakorta.

Bakhjarlakortin verða afhent á allra næstu dögum. Hægt er að koma upp í Kaplakrika og kynna sér þessar breytingar eða ganga frá skráningu alla helgina. Við verðum hérna frá kl 13 – 15:00 á laugardaginn og sunnu

Aðrar fréttir