Bakið upp við vegg, gefum við allt í þetta á sunnudaginn!

Bakið upp við vegg, gefum við allt í þetta á sunnudaginn!

Bakið upp við vegg, gefum við allt í þetta á sunnudaginn!



FH-ingar  töpuðu í gær leik þrjú í undanúrslitaseríunni gegn Fram, lokatölur 23-24. Staðan er því 2-1 fyrir Fram og því eru strákarnir með bakið upp að veggnum í þessari seríu, aðeins sigur á sunnudag heldur lífi í voninni um íslandsmeistaratitilinn í vor. Leikurinn í gær var hnífjafn allan tímann og börðust bæði lið af miklum krafti. Varnarleikurinn gekk vel fyrir sig en hann hefði gjarnan mátt skila fleiri hraðaupphlaupum en við treystum að þau komi á sunnudaginn. Annars var það aðalega slök skotnýting og fjöldi brottrekstra sem skildi á milli í lok leiks. Ekkert verður sett úr á baráttu strákanna og vilja þeirra til að vinna, en svona er handboltinn og úrslitakeppnin. Þau atriði sem fóru úrskeiðis í gær eru allt atriði sem að strákarnir geta sjálfir lagað og það er alltaf gott að vita til þess að úrlausnin liggur hjá okkur sjálfum og því er þetta í okkar höndum.
Á sunnudaginn er stund sannleikans. Strákarnir ætla að gefa allt sitt og fórna sér fyrir hvorn annan og félagið. Það þurfum við stuðningmenn líka að gera. Nú eru FH-ingar með bakið upp að veggnum og nú þarf samstaðan að skína í gegn hjá hverjum einasta FH-ing. Sýnum að FH er ekki að breytast í einhvern kampavínsklúbb, mætum, sýnum tilfinningar, gefum strákunum allan mögulegan stuðning og höldum lífi í  íslandsmeistaratitils möguleikum okkar.

<div style="color: #222222; font-family: arial, sans-serif; font-siz

Aðrar fréttir