Baráttan heldur áfram – HK mætir í Krikann

Baráttan heldur áfram – HK mætir í Krikann

HK mætir í Krikann í N1 deild karla á fimmtudag kl 19:30 í fyrsta leik 2. umferðar. Þegar fyrsta umferð er lokið er árangurinn nokkuð ásættanlegur, 4 sigrar, 1 jafntefli og 2 töp og situr liðið í 3-4 sæti.

FHingar vilja þó alltaf meira og þegar þessir leikir sem leiknir hafa verið eru krufnir eru menn nokkuð sammála um að í einhverjum leikjum hefði verið hægt að gera mun betur. Liðið hefur mestmegnis leikið mjög vel en inn á milli dottið niður. En liðið er ungt og enn í þróun í átt að stöðugleika sem er jú griðarlega mikilvægur til þess að lið nái árangri.

HK liðið hefur sýnt ágætis takta sérstaklega í byrjun móts en liðið hefur vantað stöðugleika og inn á milli virðast menn enn vera að komast í æfingu sbr. “sjá tólin fyrir jólin” yfirlýsingu þeirra fyrr í haust. Í HK liðinu eru engir aukvisar en fremstur í flokki er Valdimar Þórsson og drífur liðið nokkuð áfram.

Það er um að gera að halda áfram að mæta vel á leiki góðir FHingar. Stuðningur áhorfenda er ómetanlegur og sjaldan verður upplifunin betri en af því að spila í Kaplakrika fyrir framan fullt hús snarbrjálaðra áhorfenda.
Mætum öll og látum í okkur heyra á fimmtudag!

Við erum FH!

Aðrar fréttir