Baráttan um Bikarinn/Fjörðinn

Baráttan um Bikarinn/Fjörðinn

Kaplakriki, sunnudagurinn 7. desember kl 15:30 (14:30 hefst fjölskylduhátíð)

Stórleikur í íslenskum handbolta mun fara fram í Kaplakrika þegar Hafnarfjarðarliðin FH og Haukar eigast við öðru sinni á þessu tímabili, nú í 8 liða úrslitum Eimskipsbikarsins. Leikið verður á sunnudaginn kl 15:30 og verður hann sýndur í beinni á RÚV. Fjölskylduhátíð verður í kringum leikinn og opnar húsið kl 14:30. Í síðustu rimmu þessara liða 5. nóvember fylltist Krikinn þegar um 2500 manns mættu á frábæran handboltaleik.

Fjölskylduhátíð í kringum leikinn!

Þó svo leikurinn hefjist 15:30 byrjar fjörið strax klukkutíma fyrr eða kl 14:30. Eins og auglýsingin hér að ofan sýnir mun enginn annar en Einar Ágúst úr Skítamóral troða upp fyrir leik. myndasýning úr leikjum FH verður varpað á skjá, það verður pizzusala, andlitsmálning, varningur merktur FH verður seldur og dreifing leikmannamynda verður einnig í boði ásamt fleiru. Ekki má gleyma ljósashowinu og hálfleiksleiknum fræga. Það er því af nógu af taka fyrir fjölskyldufólk á sunnudaginn en þess má geta að frítt er á leikinn fyrir ungmenni 16 ára og yngri! Við hvetjum fólk til að mæta snemma. Á síðasta FH-Hauka leik komust færri að en vildu…

Gengi liðanna í Eimskipsbikarnum og í deild.

FH lék þann 7. október gegn Víkingi 2 í Víkinni í 32 liða úrslitum og sigruðu léttilega 22-45. Liðið lék síðan gegn Akureyri 9. nóvember í 16 liða úrslitum á heimavelli og sigruðu 37-31 í hörkuleik þar sem FH snéri leiknum sér í vil í seinni hálfleik.

Haukarnir sátu hjá í 32 liða úrslitum. Þeir léku í 16 liða úrslitum 11. nóvember við ÍR á útivelli sem leikur í 1. deild og sigruðu létt 24-32.

Haukarnir hafa byrjað illa í mótinu, leikið upp á ofan en gengið vel í Meistaradeildinni og eru komnir áfram í Evrópukeppni bikarhafa. Haukarnir virðast þó vera komnir á beinu brautina eftir stórsigur á Akureyri um daginn og góðan sigur gegn HK í gær.

FH liðið hefur byrjað afar vel og tapað aðeins þremur leikjum í deild af tíu leikjum eftir að hafa komið úr 1. deildinni í vor. Hafa sigrað fimm og gert 2 jafntefli. FH sigraði Víking í gær sannfærandi og hafa verið afar stabílir í vetur miðað við ungt og reynslulítið lið.

FH liðið situr í 2. sæti en Haukar í 5. sæti.

Síðasta rimma

Síðasta rimma milli FH og Hauka var leikin í Kaplakrika fyrir framan troðfullu húsi og færri komust að en vildu. Áhorfendur upplifðu frábæran handboltaleik þar sem Haukamenn réðu lögum og lofum í fyrri hálfleik og leiddu í hálfleik 13-17. FHingar létu mótlætið ekki á sig fá. Jöfnuðu og komust yfir fljótlega í seinni hálfleik. Leikurinn var síðan jafn allt til leiksloka en Aron Pálmarsson skoraði síðan sigurmarkið 29-28 og allt ætlaði um koll að keyra í Krikanum.

Haukaliðið

Haukar hafa á að skipa geysilega sterkum hópi. Þeirra bestu menn í vetur hafa helst verið þeir Sigurbergur Sveinsson, Andri Stefan og Kári Kristjánsson og eru auðvitað með sterkan markvörð í Birki Ívari. Addi P er svo fastur fyrir á í vörn en það er í raun sama hvaða staða í Haukaliðinu er skoðuð, þar er sterkur leikmaður á ferð. Aron Kristjánsson er

Aðrar fréttir