Baráttan um Fjörðinn – 4. orrusta

Baráttan um Fjörðinn – 4. orrusta

N1 deildin, Ásvellir, mánudagurinn 9. mars 2009, kl 19:30


FH mætir upp á
Ásvelli á morgun mánudag í fjórðu rimmu liðanna í vetur. Leikurinn hefst 19:30.
FH hafa sigrað tvo leiki gegn Haukum í vetur en Haukar tekið einn leik.

Spennan er í
algleymingi í N1 deild karla. Aðeins 4 leikir eru eftir í deildarkeppninni og
mikil barátta er nú um sæti í úrslitakeppninni fjögurra efstu liða.

Gengi liðanna

Haukar hafa verið
á mikilli siglingu frá því í nóvember en þeir hafa ekki tapað stigi í deildinn
frá því að þeir töpuðu fyrir okkur FHingum 5. nóvember sl. Það gera 9
sigurleikir í röð. Liðið virðist afar sannfærandi í sínum leik og
sjálfstraustið mikið í liðinu. Liðið hafði þó hægt um sig í byrjun móts og náði
aðeins 6 stigum úr fyrstu 7 leikjunum. Það virðist því fátt koma í veg fyrir að
Haukar landi 1. sætinu enda með ólíkindum ef annað gerist miðað við mannskap og
fjárútlát.

FH liðinu hefur
heilt yfir gengið afar vel. Það hefur samt gengið upp og ofan eftir áramót þar
sem FH sigraði Fram og Stjörnuna í tveimur góðum leikjum, töpuðu svo illa fyrir
Haukum og náðu góðum sigri gegn Akureyri. Síðan hefur maskínan verið að hiksta
undanfarið og hefur FH tapað síðustu tveimur leikjum þar sem leikur liðsins
hefur ekki verið sannfærandi bæði í vörn og sókn og í raun verið ólíkur því sem
hann almennt hefur verið í vetur. FH liðið er þó enn í harðri baráttu við HK,
Fram og Akureyri um að ná 3-4 sætinu í deildinni og það er klárlega markmið
liðsins að tryggja sig þar inn.


Haukar

Eins og segir að
ofan hafa Haukar á að skipa frábæran mannskap. Þeirra bestu menn í vetur hafa
óneitanlega verið Sigurbergur Sveinsson, Kári Kristjánsson, Andri Stefan og Freyr
Brynjarsson. Þegar tölfræði Haukamanna er skoðuð kemur í ljós að Sigurbergur
hefur mikla yfirburði í markaskorun liðsins en hann hefur skorað rétt tæplega
helmingi fleiri mörk en næsti maður sem er línumaðurinn Kári. Skv tölum hsi.is
hefur Sigurbergur skorað 114 mörk og Kári næstur með 64. Það þarf því engan
sérfræðing til þess að sjá á hverju sóknarleikur Hauka byggir og ljóst að FH
þarf klárlega að skoða vel mögulega veikleika Haukamanna og nýta sér þá annað
kvöld ætli þeir sér sigur.

Undirbúningur og ástand

Undirbúningur er styttri en el

Aðrar fréttir