Baráttan um Fjörðinn – FH-Haukar – blað

Baráttan um Fjörðinn – FH-Haukar – blað

Í tilefni af Hafnarfjarðarslagnum sem hefst kl 19:30 í kvöld hjá strákunum og kl 16:00 á laugardaginn hjá stelpunum hefur sérstöku FH-Haukablaði verið dreift í Hafnarfirði á vegum Muggs – stuðningsmannafélags handknattleiksdeildar.

Þetta er mjög veglegt blað með viðtölum við þjálfara, sérfræðinga og síðan eru þekktir aðilar sem spá fyrir um úrslit leikjanna


FH-Haukar – blað smelltu hér til að sækja blaðið (pdf 3mb)

Að venju hittast MUGGARAR í horninu sínu í tengibyggingunni og verður Muggurum boðið uppá súpu og brauð. Verður tilvalið að mæta 1 klst fyrir leik, fá sér súpu og spjalla aðeins um leik kvöldsins.

Reikna má með miklum fjölda á þennan leik og tilvalið að mæta tímanlega

Skorum við á  ALLA MUGGARA að mæta á þennan tímamótaleik.

Tengdar fréttir:
Aðgengi að Kaplakrika
Baráttan um Fjörðinn, þjálfarar
Baráttan um Fjörðinn, aðdragandinn
Baráttan um Fjörðinn, tölfræðin
Baráttan um Fjörðinn 2008
Baráttan um Fjörðinn!

Aðrar fréttir