Baráttan um Fjörðinn – Seinni hluti

Baráttan um Fjörðinn – Seinni hluti

 

 

Eftir stórkostlegan handboltaleik í gær þar sem FH, ég sagði FH!!! sigraði Hauka 29-28 fyrir framan ca 2500 manns í Kaplakrika. Frábær kynnir kvöldsins Jóhann Skagfjörð þurfti á tímabili að biðja fólk að þjappa “Kaplakriki er einfaldlega ekki nógu stór”. Mjög ítarleg umfjöllun um leikinn og myndir birtast í kvöld á FH.is.

 

Nú er samt ekki tíminn til að slaka á klónni góðir FHingar. Stelpurnar eru næstar!

 

Haukastúlkur mæta í ljónagryfjuna í Kaplakrika á laugardag kl 16 og þar ætla stúlkurnar okkar að taka upp þráðinn þar sem karlarnir enduðu. Við búumst ekki við síðri stemmningu á laugardag og hvetjum alla FHinga sem mættu í gær að láta sjá sig aftur á laugardaginn kemur. Stúlkurnar voru óheppnar í síðasta leik gegn Stjörnunni og ætla sér ekkert annað en sigur á laugardag.

 

Í tilefni af leiknum fengum við þrjár fyrrverandi FH stúlkur til að spá fyrir um leikinn og ef marka má orð þeirra, slær FH hjartað enn í brjóstum þeirra:

 

Dagný Skúladóttir

Ég spái því miður Haukunum sigri 26-28, þó svo að ég haldi með mínum gömlu félögum í FH. Held samt að þetta verði hörkuleikur, þar sem FH stelpurnar hafa bætt sig mikið í undanförnum leikjum. Það er mikil öfund í þeirra garð að fá að glíma við þetta verkefni, allir mínir leikir með FH á móti Haukum eru minnistæðir fyrir mikla hörku og mikil læti (jafnvel slagsmál og áhorf-endur sem hræktu á okkur)…… algjör forréttindi að hafa fengið að taka þátt í þessum leikjum! Svo njótið þess að spila þennan leik og vonandi klikka spádómar mínir, enda klikka þeir oftast! Ég óska ykkur öllum góðs gengis í þessum leik. Áfram FH.

 

Drífa Skúladóttir

Sem gamall FH-ingur spái ég að FH vinni leikinn 25-23 en það mundi einnig koma sér vel fyrir okkur Valspíur að FH-ingar tækju stig af Hauka stelpum. En til að spádómur minn verði að veruleika þá þarf Gunnur Sveins að eiga topp leik, sömuleiðis Ragnhildur og Hafdís. Þá stóla ég á að Hildur nái að sýna svipaða takta og hún gerði á móti okkur Völsurum um daginn. Þá þurfa FH stelpur að vera duglegar að koma sér til baka svo að Hanna skori ekki 10-15 mörk úr hraðaupphlaupum!!!! Baráttu kveðjur og áfram FH.

 

Hrafnhildur Skúladóttir

Ég verð því miður að spá Haukum sigri 29-26 en vona innilega að ég verði ekki sannspá. FH stelpur verða að stöðva Ramune og Hönnu til að geta unnið. Held að rauða eldingin (Hanna) eigi eftir að skora mjög mörg mörk nema FH stelpur bæti sig verulega í að hlaupa til baka. En möguleikinn er vissulega til staðar ef FH stelpurnar ná upp frábærri stemningu. Áfram FH 🙂

<p style="MARGIN: 0cm 0cm 0pt" align=l

Aðrar fréttir