Barna og unglingamót Klæðningar

Barna og unglingamót Klæðningar

Ég fór með 5 keppendur í Kópavoginn á laugardaginn og stóðu þeir sig allir frábærlega:

Sindri Sigurðsson sigraði allar greinar í 11-12 ára flokki, 60m(9,2), langstökk(4,34), boltakast(37,64) og 600m(2:05,6) hlaup. Glæsilegur árangur hjá honum og eigum við frjálsíþróttafólk örugglega eftir að sjá nafnið hans oftar í framtíðinni.

Óttar Hjálmarsson fékk 3 silfur og eitt brons, 60m(10,2), langstökk(3,44), boltakast(28,34) og 600m(2:22,2)

Ágúst Fannar Ásgeirsson fékk 2 brons og 1 silfur, 60m(10,2), langstökk(3,39), boltakast(24,07) og 600m(2:22,4)

10 ára og yngri:

Adam Freysson, sigraði 60m hlaupið á tímanum 10,3, varð annar í langstökkinu með 3,15 og varð 3 í boltakasti með 25,80 (11-12 ára flokki).

Björn Bjarnssteinsson, varð 3 í 60m hlaupi á tímanum 11,5 og varð 6 í langstökkinu með 2,61.

Kv. Daði þjálfari

Aðrar fréttir