Benedikt Reynir Kristinsson til FH

Benedikt Reynir Kristinsson til FH

Handknattleiksdeild FH hefur gengið frá samningum við hornamanninn Benedikt Reyni Kristinsson. Benedikt kemur til liðs við FH frá UMFA þar sem hann lék á síðasta tímabili. Benedikt sem er uppalinn FH – ingur gekk til liðs við Gróttu fyrir tveimur árum en snýr nú aftur heim í Kaplakrika. Benedikt er öflugur leikmaður sem lék 15 leiki fyrir UMFA í N1 deildinni í fyrra og skoraði 43 mörk en hann glímdi við meiðsli á fyrrihluta tímabilsins. Benedikt semur við FH til næstu 3 ára.

Benedikt er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við FH í sumar en fyrr hafði Valdimar Fannar Þórsson gengið til liðs við félagið.

Þá hefur hornamðurinn Einar Rafn Eiðsson skrifað undir nýjan samning við félagið sem gildir út næsta tímabil.

Karlalið FH leggur í dag af stað í  æfingaferð til Spánar þar sem liðið mun dvelja í eina viku.

Aðrar fréttir