Benedikt Reynir: Tímabilið hefur farið vel af stað

Benedikt Reynir: Tímabilið hefur farið vel af stað

FH.is heyrði hljóðið í hornamanninum knáa, Benedikt Reyni Kristinssyni, en hann, eins og FH-liðið í heild sinni, hefur byrjað tímabilið mjög vel. Hann sagðist einnig vonast eftir fullum Kaplakrika í kvöld!

Jæja Benni. Hvernig leggst leikurinn í þig í kvöld gegn nýliðum Selfossar?
Heyrðu þessi leikur leggst bara hrikalega vel í mig, við erum að spila flottan handbolta og það verður bara gaman að fá Selfyssinga í Kaplakrikann. Vonandi verður bara fullt hús í krikanum.

Þið eruð líklega búin að fara vel yfir styrkleika og veikleika Selfoss, teluru möguleika ykkar góða í kvöld?
Já við erum búnir að fara aðeins yfir hvernig þeir spila og ég tel okkur eiga góða möguleika í þessum leik, en selfyssingarnir eru með flotta leikmenn í sínum röðum og vel spilandi lið, þannig að við þurfum að eiga toppleik í dag.

Hvernig hefur þér litist á byrjun tímabilsins?
Tímabilið hefur farið mjög vel á stað hjá okkur, búnir að vinna fyrstu tvo leikina sem er bara frábært, en við ætlum okkur meira og við ætlum okkur að vera í toppbaráttunni í vetur. Það er flottur andi í hópnum og það eru allir að stefna í sömu átt.

Hvernig er að vera að spila með Loga Geirs, sem hefur snúið aftur í Krikann?
Logi Geirs, hann er náttúrlega bara frábær karakter og hefur sýnt það og sannað að hann er frábær leikmaður, hann kemur með góða reynslu í liðið og hann er miðla af reynslu sinni til yngri leikmanna sem er frábært. Hann er bara flott viðbót við þennan skemmtilega hóp sem við erum með.

Aðrar fréttir