Bergur Ingi setur glæsilegt Íslandsmet.

Bergur Ingi setur glæsilegt Íslandsmet.


Bergur hefur verið í miklum framförum í sleggjunni undanfarna mánuði og margbætt Íslandsmetið. Sleggjukastkeppnina vann Marco Lingua frá Ítalíu, hann kastaði sleggjunni 77,87 metra. Í öðru sæti var ungverjinn Krisztian Pars með 77,06 m.  Í þriðja sæti varð Dzmitry Shako frá Hvíta Rússlandi en hann kastaði 76, 86 m.

Bergur Ingi verður mikið við æfingar erlendis fram að Ólympíuleikum og er markmið hans að kasta sleggjunni vel yfir 74 metrana. Bergur hefur nýlega hlotið B styrk frá Alþjóðafrjálsíþróttasambandinu sem gerir honum kleift að vera við æfingar erlendis við bestu aðstæður.

Bein leið á úrslitasíðu keppninnar : http://www.split2008.com/results.html


Kastsería Bergs var eftirfarandi:
67,22 – 70,20 – 70,64 íslm. – 73,00 íslm. – ógilt – ógilt.

Glæsilegur árangur hjá Bergi og vonandi áframhaldandi bætingar hjá honum.

Aðrar fréttir