Bergur og Kristján setja Íslandsmet í lóðkasti

Bergur og Kristján setja Íslandsmet í lóðkasti

Bergur Ingi Pétursson bætti íslandsmet Ingvars Torfasonar félags síns (15.52 m) er hann kastaði 17.87 m, en þess má geta að Bergur bætti metið bæði í Unglingaflokki (19-20 ára) og líka í Unglingaflokki 21-22 ára. Er hann 6. besti lóðkastari Íslands frá upphafi eftir þetta kast.
Þá setti Kristján Sigurðsson íslandsmet í lóðkasti sveina er hann kastaði 11.36, en hann bætti íslandsmet Óskars Jakobssonar frá 1973 um 3 sentimetra.

Aðrar fréttir