Bikardraumurinn úti – Umfjöllun

Bikardraumurinn úti – Umfjöllun


        

29-25
Eimskipsbikarinn, sunnudagurinn 8. febrúar 2009, kl 16


FH lá fyrir
sterku liði Vals í 4 liða úrslitum Bikars í gær 29-25. Þar með er þátttöku FH
lokið í Bikarkeppninni að þessu sinni. FH lék án fjögurra lykilmanna í gær og
gegn sterku liði Valsmanna sem hefur breiðan leikmannahóp er þrautin þyngri að
ná sigri. FH liðið gerði þó allt sem það gat í þessum leik og var félaginu og
áhangendum til sóma.


Það var boðið upp
á frábæra umgjörð í boði Vals og FH í gær. Ingó úr veðurguðunum tróð upp um
klukkutíma fyrir leik og frábærir trymblar mynduðu góða stemmningu. Áhorfendur
fóru að streyma inn ca 3 korter-hálftíma fyrir leik, flestir FHingar og án efa
voru FHingar fjölmennari og virkari á leiknum en Valsmenn. Frábært ljósashow
var svo sett upp við kynningu leikmanna.

 

Fyrri hálfleikur

Leikurinn hófst
með mikilli baráttu og jafnræði var til að byrja með. Jafnt var á öllum tölum
fram í stöðuna 6-6 en þá fór að síga á ógæfuhliðina hjá okkar mönnum. Valsmenn
settu í lás í vörn, Pálmar markvörður þeirra varði nær allt sem á markið kom og
Valur skoraði nokkur auðveld mörk úr hraðaupphlaupum. Á meðan var sókn okkar
rög og passíf og illa gekk að finna færi. Vörnin var stöð og menn virtust ekki
ráða við ákveðna Valsmenn á þessum kafla. Staðan fór úr 6-6 í 13-7 og fór síðan
mest í 15-8. FH lagaði stöðuna þó ögn fyrir leikhlé í 18-13.

 

Seinni hálfleikur

Það var ljóst að
FHingar ætluðu ekki að sætta sig við að láta kaffæra sér í mikilvægasta leik
félagsins í mörg ár. Þeir komu tvíefldir til leiks og með góðri vörn og
skynsömum sóknarleik, frábærri markvörslu Magga Sigmunds og stórkostlegri
hvatningu FH áhorfenda sem yfirgnæfðu húsið, komst liðið aftur inn í leikinn og
skoraði 6 mörk gegn 2 mörkum Vals á fyrstu 10 mínútum seinni hálfleiks. Staðan
orðin 20-19 og allt stemmdi í hörkuspennu. Því miður virtist mikið af bensíninu
klárast við þennan kafla hjá liðinu. Valsmenn snéru þá dæminu við og skoruðu 6
mörk gegn 2 mörkum FHinga 26-21og fóru ansi langt með leikinn. FH klóraði í
bakkann, komst í 27-24 þegar 3 mínútur voru eftir en því miður komst það ekki
lengra að þessu sinni og Valur hafði þetta 29-25.

 

Niðurstaðan

Því miður þurftum
við að sjá á eftir Bi

Aðrar fréttir