Bikarinn í Krikanum!

Bikarinn í Krikanum!

             

     FH                             31-26(15-16)                             Grótta

Kaplakriki, föstudagurinn 25. apríl 2008, kl 19:00


Titill í krikann!!!

Undirritaður ætlar að leyfa sér að fjalla sem minnst um leikinn en einblína frekar á áfangann og árangurinn í vetur ásamt því að kveðja merkan liðsfélaga.

Fyrri hálfleikur

Ég ætla að leyfa mér að segja að strákarnir hafa spilað betri handbolta í vetur. Menn virtust tiltölulega áhugalausir miðað við tilefnið og voru ekkert sérstaklega með á nótunum. Gróttumenn gengu á lagið, nýttu sér varnarmistök okkar aftur og aftur, þegar menn annað hvort voru engan veginn nógu skipulagðir eða þeir hreinlega mættu ekki út til að brjóta á Gróttumönnum. Markvarslan hjá Leo var eftir því, rétt 4 -5 boltar í hálfleiknum. Sóknin var ekki mikið skárri. Þar var hver að vinna í sínu horni, með einstaklingsframtaki og drippli í stað þess að skipuleggja leikinn, fá flæði og stimplanir til þess að opna fyrir mönnum. Þar afleiðandi höfðu Gróttumenn alltaf yfirhöndina, voru yfir 4-6, 9-12, 10-14. Við náðum þó að klóra í bakkann og vera aðeins einu undir í hálfleik 15-16, ótrúlegt en satt miðað við gang leiksins.


Seinni hálfleikur

Seinni hálfleikur var afskaplega svipaður. Jafnt var þó á flestum tölum 17-17, 20-20 og 22-21. Við komumst þegar korter var eftir í 24-21. Á þeim tímapunkti var Hilmar kominn í markið og farinn að verja eins og drengnum er tamt og loksins kom neisti í vörnina eftir heilar 45 mínútur. Það fjaraði þó aftur undan því og það var ekki fyrr en einhverjar 9-10 mínútur voru eftir að við fórum loksins að skilja Gróttumenn eftir. Á þeim tímapunkti tóku áhorfendur við sér eftir áminningu frá Jóhanni nokkrum Skagfjörð, kynni leiksins. Mikil stemmning myndaðist sem skilaði sér til leikmanna og á þessum tíma breyttum við stöðunni úr 25-24 í 30-25. Drengirnir fóru að spila alvöru vörn loksins og hraðaupphlaupin hrönnuðust upp. Við sigrum síðan leikinn 31-26 og mikill fögnuður braust út í Krikanum. Klárlega dæmi um hvað áhorfendur geta haft mikið að segja.

<br

Aðrar fréttir