Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri

Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri

Til: Sambandsaðila FRÍ
Frá: Frjálsíþróttanefnd UMSB
Efni: Bikarkeppni 16 ára og yngri

Ágætu félagar. Borgarnesi 18. ágúst 2004.

Frjálsíþróttanefnd UMSB er það sönn ánægja að bjóða til Bikarkeppni FRÍ 16 ára og yngri sem fram fer laugardaginn 11.september. Keppnin fer fram á Skallagrímsvelli í Borgarnesi og hefst kl.13.00.

1. Fjálsíþróttanefnd UMSB undirbýr og framkvæmir mótið í samvinnu við FRÍ og hægt er eð nálgast reglur keppninnar á fri.is.
2. Félög/Sambönd skrái í mótaforrit FRÍ.
3. Skráningarfrestur er til miðnættis 7.september 2004.
4. Þátttökugjald er kr. 15.000 á lið og skal greiðast í síðasta lagi á tæknifundi einnig er hægt að leggja inn á reikning UMSB 1103-26-59 kt.670269-0869 .
5. Tæknifundur verður í Skallagrímshúsi laugardaginn 11. sept kl.11.00
6. Keppnisgreinar eru : 100m – 400m – 1500m – 100m gr/80m gr – Hástökk – Langstökk – Kúla – Kringla – Spjót – 1000m boðhlaup.
7. Fyrstu þrír í hverri grein vinna til verðlauna og sigurvegari er Bikarmeistari. Stigagjöf ræðst af fjölda liða.
8. Endanlegur Tímaseðill verður sendur út fimmtud. 9. sept.
9. Kastáhöld og gindur verða samkvæmt reglum í sveina og meyjafl.
10. Nánari upplýsingar veitir Ingveldur Ingibergsd. 8613966 / ingahi@torg.is eða skrifst. UMSB 4371411 / umsb@mmedia.is

Með ósk um góða keppni
f.h. frjálsíþróttanefndar UMSB

Ingveldur H.Ingibergsdóttir

Drög að tímaseðli:
13:00 100m gr sv. – Kringla meyja, – Hástökk sveina, – Langstökk meyja – Spjótkast sveina.
13:15 80m gr. Meyja
13:30 100m sveina
13:45 100m meyja, – Kúluvarp sveina
14:00 400m sveina, – Spjótkast meyja, – Langstökk sveina
14:15 400m meyja, – Hástökk meyja
14:30 1500m sveina
14:45 1500m meyja, – Kúluvarp meyja
15:00 Kringla sveina
15:30 1000m boðhlaup sveina
15:40 1000m boðhlaup meyja
15:50 Mótsslit og Bikarmeistarar krýndir.

Aðrar fréttir