Bikarkeppni FRI – FH-ingar sigruðu þrefalt

Bikarkeppni FRI – FH-ingar sigruðu þrefalt

Bikarkeppni FRI – FH-ingar sigruðu þrefalt

Keppni í Bikarkeppni fullorðinna var jöfn og spennandi frá upphafi til enda og réðust úrslit í öllum þremur flokkunum (karlakeppni, kvennakeppni og samanlagt) ekki fyrr en að loknu boðhlaupi þegar ljóst varð að FH hefði sigrað alla þrjá bikarana. FH‑ingar tefldu fram sínu sterkasta liði þar sem raðað var niður í greinar svo að liðið kæmi sem sterkast út. Sterk liðsheild og góðar æfingar í vetur skiluðu keppendum bætingum á sínum besta árangri og sigri í mörgum greinum. Eftirtaldir FH-ingar sigruðu í sínum greinum á mótinu:

  • Ari Bragi Kárason í 60m og 200m
  • Örn Davíðsson í hástökki (mótsmet)
  • Sveit FH í 4x200m boðhlaupi karla (Kolbeinn Höður Gunnarsson, Trausti Stefánsson, Kormákur Ari Hafliðason, Ari Bragi Kárason)
  • Þórdís Eva Steinsdóttir í 200m og þrístökki (aldursflokkamet 16-17 ára)
  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir í 400m (mótsmet) og langstökki
  • María Rún Gunnlaugsdóttir í 60m grind og hástökki (mótsmet)
  • Sveit FH í 4x200m boðhlaupi kvenna (María Rún Gunnlaugsdóttir, Arna Stefanía Guðmundsdóttir, Dóra Hlín Loftsdóttir, Þórdís Eva Steinsdóttir)

Greinilegt er að FH-ingar búa yfir öflugu liði bæði hvað keppendur og þjálfara varðar. Frábær aðstaða í Kaplakrika með frjálsíþróttahúsi, öflugum lyftingarklefa og útisvæði (tartanvöllur og kastsvæði) er einnig að skila sínu hvað góðan árangur varðar. 

Aðrar fréttir