Bikarkeppni FRÍ – Þrefaldur sigur FH-inga.

Bikarkeppni FRÍ – Þrefaldur sigur FH-inga.

Seinni dagurinn byrjaði með sleggjukasti, en Kristbjörg Helga Ingvarsdóttir varð þriðja og kastaði 39.54, stutt fyrir aftan Guðleifu og Aðalheiði.
Bergur Ingi Pétursson sigraði í sleggjukastinu mjög örugglega og kastaði 56,48 m.
Þá sigraði Silja Úlfarsdóttir í 100 m grind á 14.53 sek eftir harða keppni við Kristínu Birnu Ólafsdóttir ÍR. Silja sigraði líka örugglega í 200 m hlaupi á 25.02 sek
Jón Arnar Magnússon sigraði með yfirburðum í 110 m grind á 15.29 sek
Birna Björnsdóttir sigraði eftir taktíst 800 m hlaup og harða keppni við Íris Önnu Skúladóttir, en Birna hljóp á 2:17.15 mín.
Björn Margeirsson sigraði með yfirburðum í 800 m hlaupi á 1:53.64 sek og er gaman að sjá hvað hann er að koma sterkur til baka eftir erfið meiðsli.
Þórey Edda Elísdóttir sigraði í stangarstökki, með öryggisstökki og stökk 3,60 m, síðan hækkaði hún í 4,21 m og náði ekki að fara yfir þá hæð.
Jónas Hlynur Hallgrímsson sigraði í örugglega í þrístökki og stökk 13.92, hann varð svo annar í hástökki og stökk 1.85 m.
Óðinn Björn Þorsteinsson sigraði kringlukastið mjög örugglega og kastaði 51.22 m
Sveinn Þórarinsson sigraði örugglega í 200 m hlaupi á tímanum 23.41 sek.
Eygerður Inga Hafþórsdóttir varð þriðja í taktísku 3000 m hlaupi á tímanum 10:19.99 mín. Jóhann Ingibersson aldursforseti FH liðsins varð fimmti í 5000 m hlaupi. Ásthildur Erlingsdóttir einn nýliða okkar í kvennaflokki varð fjórða í langstökki með 4,63 m. Ragnheiður Anna Þórsdóttir varð önnur í kringlukasti með 37,27 m kasti. Mótinu lauk með 1000 m boðhlaupum og sigruðu sveitir FH bæði hlaupin. Í karlasveitinni hlupu Gunnar Bergmann Gunnarsson, Jón Arnar Magnússon (5 sigrar), Sveinn Þórarinsson og Björgvin Víkingsson, hlupu þeir á tímanum 2:00,64 mín. Silja Úlfarsdóttir tryggði kvennasveitinni sigur eftir glæsilegan 400 m sprett(52,7 sek splitt) á síðasta spretti, aðrar í sveitinni voru Dóra Hlín Loftsdóttir, Eva Hrönn Árelíusdóttir og Birna Björnsdóttir. Silja var þarna að sigra í sinni sjöttu grein á mótinu.

Lokastigastaðan var þessi:

…………..Karlar……..konur ……..samtals
FH ……….. 105 stig……90 stig…….195 stig
ÍR…………..72 stig……81 stig…….153 stig
UMSS…………80 stig……51 stig…….131 stig
Breiðablik……61 stig……61 stig…….128 stig
Ármann/fjölnir..52 stig……70 stig…….122 stig

Aðrar fréttir