Bikarkeppni FRÍ.

Bikarkeppni FRÍ.

FH-krakkarnir sigruðu í bikarkeppni FRí í 12 sinn og þar af níunda sinn í röð og þeir sýndu ótrúlega keppnishörkuog í raun á hver og einn heiður skilið fyrir sitt framlag til sigursins. Því að í hvert sinn sem einhver fór afstað í keppninni þá virtist hann/hún gera það sem búist var við af þeim.. A.m.k. fannst mér það því að strax áfyrir degi keppninnar þá hætti maður að hafa áhyggjur af okkar fólki því að þau gerðu sitt.

Auðvita má ekki gleyma þætti Heiðu og Eggerts sem eiga stórann þátt í þessum árangri og hvað er hægt að segja annað en TAKK!

Af keppendunum þá er erfitt að taka einhvern einstakann út því að allt liðið stóð sig vel, en ekki er hægt annaðen að minnast á Emmu og Silju sem urðu fjórfaldir bikarmeistarar og sigruðu sínar greinar með yfirburðum. Og Emma virðist alltaf geta bætt við sig og það verður fróðlegt að sjá hvaða tíma hún hleypur á að ári.

Birna hljóp 800 m ótrúlega vel og verður gaman að sjá hana fara vel undir 2:10 mín á næsta ári, þá hljóp Eyjavel í sínum greinum og sýndi að hún á eftir að bæta sig á komandi árum.

Hilda Guðný var við sitt besta í þrístökkinu og langstökkinu og hún á eftir að bæta sig verulega á næsta ári, Íris stökk meidd og ekki munaði miklu að hún næði því sæti sem hún sætti sig við.

Halla stóð sig að venju í köstunum og Sigrún kastaði vel í óhagstæðum vindi.

María setti Íslandsmet í Unglingaflokki í sleggju og næst er það bara Íslandsmetið í kvennaflokkinum.

Þórey sýndi að hún er að koma til og stökk 4.41 m og er komin á skrið eftir erfiðann vetur og vor . Hún er aðfara erlendis í 3 mót og vonandi gengur henni vel á þeim.

Bjarni Þór hvað skal segja um hann eftir svona mót, hann stendur alltaf fyrir sínu og er hann ótrúlega harðurað sér að keppa tognaður í maga og að hann lét Birni stóra bróðir eftir að hlaupa 200 m í 1000 m boðhlaupinu að hann hefur verið þeyttur.

Bjöggi er allur að koma til og nú bíð ég eftir hlaupi í 400 m þar sem hann hleypur alla leið eins og hann gerðií 400 m grind á meistaramótinu.

Svenni stóði sig vel í 400 m grind , en hann er búinn með skólann og nú er bara að vona að hann standi við þaðað æfa vel í vetur og sýni hvað hann getur á næsta ári.

Finni stóð fyrir sínu og náði því sæti sem búist var við og hann á mikið inni ef hann í raun hefur áhuga á því.

Daníel, hann var maður fyrri dagsins og sýndi að aldurinn er ekki það sem skiptir máli.

Ingi Sturla hljóp vel í stuttu grindinni og er að nálgast sitt besta form.

Siggi T stóð fyrir sínu í stangarstökkinu og sýndi líka góða takta seinni daginn og á hann stórann þátt í að Þórey er á uppleiði

Kristinn kom í staðinn fyrir Jónas sem þurfti að fara í skóla til bandaríkjanna og kiddi sýndi að hann stendur sig þegar mikið reynir á og það munaði ekki nema örfáum sentimetrum að hann næði að sigra Tedda.

Óðinn stóð fyrir sínu í sínum greinum og í kúluvarpinu þá sýndi hann góða takta og það heyrðist vel í honumí síðasta kasti.

Jón Ásgríms er yfirburðamaður í spjótinu og vonandi verður hnéð á honum í lagi á næsta ári og þá koma risaköstin.

Mummi já hvað skal segja,hann virðist geta farið í hringinn hvenær sem er og kastað 55 m og það án þess að hafafyrir því þannig að ég á von á að þeir félagar Mummi og Jón æfi vel í vetur og komi enn sterkari á næsta ári.

Emma Ania sigraði í 100 m á 11.50 sek sem er aldeilis frábær tímin og hún bætti mótsmetið um 14/100 sek.En því miður var of vindur of mikill, 200 m á 23.70 sek og var hún í bæði 4×100 m boðhlaupssveitinn og í 1000 m boðhlaupinu. En Emma varð því fjórfaldur bikarmeistari.

Silja Úlfarsdóttir er þrefaldur sigurvegari eins og er, en hún sigraði í 400 m á 57.54 sek og í 400 m grinda en tímavarslan klikkaði enn og aftur og er kominn tími á að menn fari að hafa eitthvað t

Aðrar fréttir