Bikarmeistarar 2007

Bikarmeistarar 2007

 Þá var þeirra leik lokið og FH  hrökk í gírinn og kafsilgdu HK.  Spiluðu frábæra vörn og uppskáru hraðaupphlaup í röðum.  Einnig voru  þeir að spila fínan sóknarleik framan af.  Staðan í hálfleik var 23-10.   Munurinn jókst í seinni hálfleik og varð mestur 19 mörk.  Síðustu 10 mín varð þetta svolítið ruglinglegt og minnkuðu HK forskotið í 14 mörk. En FH slengdu inn nokkrum í restina og endaði leijurinn 43-27 fyrir FH.  Þetta var nú ekki mikill spennuleikur, en HK má eiga það að þeir reyndu hvað þeir gátu.Allir FH strakarnir spiluðu vel og má alveg minnast á það að Guðjón gerði 10 mörk og fékk engar 2 mín.   Einnig áttu FH-ingar mann leiksins sem var valin af aðila á vegum HSÍ, og  var það Björn Daníel.  En eins og alltaf er þetta sigur liðsheildarinnar og nú er sá fyrsti kominn í hús.  Þá eru 2 eftir.Til hamingju strákar, þið eru bestir  !!!!!
Myndir eru komnar á unglingaráðssíðuna og þær er hægt að sjá  hér

Aðrar fréttir