Bikarúrslit 2009 FH-Stjarnan – Dagskrá

Bikarúrslit 2009 FH-Stjarnan – Dagskrá

 

Kvennalið FH er komið í úrslit Eimskipsbikarsins þetta árið eins og flestir FHingar vita. FH liðið mun mæta Stjörnunni á laugardaginn í laugardalshöllinni og hefst leikurinn kl 13:30.

 

Dagskrá laugardagsins

FH mun bjóða upp á úrvals umgjörð í kringum leikinn en öllum FHingum er boðið að mæta í Krikann og hita upp fyrir leikinn.

Húsið opnar kl 11:30 og er dagskráin eftirfarandi:

 

·         Handboltasprell verður með þjálfurum og leikmönnum meistarfl. karla í salnum

·         Andlitsmálning fyrir unga sem aldna – um að gera að láta mála á sig FH merkið eða FH litina

·         Myndir af leikmönnum mfl kvenna og karla verða í boði

·         Seldar verða pizzur á vægu verði

·         Kaffi verður í boði

·         Muggarar spá í spilin

Aðrar fréttir