Bikarúrslit í Höllinni

Bikarúrslit í Höllinni


Strákarnir í 4. flokki
hafa spilað þrjár umferðir í Íslandsmótinu og sigrað í þeim öllum með miklum yfirburðum og stefna þér á alla titla sem í boði eru í ár eins og 4. flokkur afrekaði líka á síðasta ári. Mótherjar þeirra núna verða Selfyssingar en þessi lið léku einmitt líka til úrslita í Bikarnum í fyrra og þá sigruðu FH-ingar eftirminnilega. Selfyssingar hafa á undanförnum árum verið okkur erfiðir andstæðingar.


3. flokkur
hefur komið svolítið á óvart í ár. Farið var að stað í haust með smá vafa um hvernig þeim mundi ganga. En strax eftir fyrsta mótið þar sem þeir sýndu mikla yfirburði og sigruðu hefur allt gengið þeim í haginn. Sigur í þessu móti gerði það að verkum að þeir spiluðu í 1. deild í vetur. Gengið hjá þeim er með ólíkindum og eru þeir í dag efstir í deildinn, hafa unnið tíu leiki og gert eitt jafntefli og var það á móti HK sem er í öðru sæti í deildinni tveimur stigum á eftir FH.

Í í úrslitaleiknum á sunnudaginn munu FH-ingar mæta Völsurum. Leikur þessara liða í vetur endaði með tveggja marka sigri FH-inga í hörkuleik. Staða Valsara í deildinni gefur ekki rétta mynd af styrk þeirra.

En við vitum að þessir FH-strákar í 3. og 4. flokki munu leggja allt í sölurnar til að koma með tvo bikartitla í Krikann á sunnudag. Skorum við á alla sanna FH-inga að mæta í Laugardalshöllina og hvetja strákana til sigurs.

ÁFRAM FH !!

 

Aðrar fréttir