BIKARÚRSLIT: ÍBV – FH

Laugardalsvöllur. Laugardagurinn 12. ágúst. 16:00. Bikarúrslit. ÍBV-FH.

Já, þið lásuð það rétt. Á laugardaginn spilar FH til bikarúrslita í fyrsta skipti í sjö ár og í þriðja skiptið á tíu árum.

Þetta er enn einn risaleikurinn þetta tímabilið, en mótherjar okkar í úrslitaleiknum verða Eyjamenn sem eru að leika til úrslita í bikarnum annað tímabilið í röð. Það verður verðugt verkefni og þurfa drengirnir á öllum þeim stuðningi sem hægt er á laugardaginn!

Í Kaplakrika verður blásið til fjölskylduhátíðar frá hádegi, en spáð er virkilega góðu veðri á laugardag. Nánari dagskrá má lesa hér að neðan, en við hvetjum FH-inga til að dreifa viðburðinum sem víðast.

Mætum á laugardaginn í Kaplakrika, gerum okkar glaðan dag þar áðu en við tökum rútuna í Laugardalinn, látum vel í okkur heyra þar og komum bikardollunni þangað sem hún á heima, í Kaplakrika!

Hægt er að nálgast miða á www.midi.is.

Dagskrá:
12:00 – FH pallurinn opnar. Reykjavík Chips gefa franskar fyrir fyrstu 100 sem koma í hvítu, seldir verða hamborgarar og kaldir drykkir á góðu verði, knattþrautir og hoppukastalar fyrir yngri kynslóðina. Meðal stjórnenda í knattþrautunum verða leikmenn sem tók þátt í fyrstu bikarmeistaratitlum FH frá árinu 2007 og 2010. Vítaspyrnu-keppni, halda á lofti-keppni og margt fleira með þessum goðsögnum.
13:00 – Tónlistaratriði.
13:30 – Hafnarfjarðarmafían tekur öll helstu FH-lögin og kemur raddböndunum í gang.
14:30 – Rútur í Laugardal.
16:00 – Flautað til leiks / ÍBV-FH.

Aðrar fréttir