Birgir Guðjónsson formaður tækninefndar FRÍ stjórnar læknisþjónustu og lyfjaeftirliti á HM unglinga.

Birgir Guðjónsson formaður tækninefndar FRÍ stjórnar læknisþjónustu og lyfjaeftirliti á HM unglinga.

Birgir Guðjónsson, læknir og formaður tækninefndar FRÍ, stjórnar læknisþjónustu og lyfjaeftirliti á Heimsmeistaramóti unglinga sem fram fer í Grosseto á Ítalíu 12.-19. júlí.

Birgir fer til Ítalíu á laugardaginn, beint af Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki, en þar verður hann yfirdómari í frjálsíþróttum fyrstu keppnisdaga mótsins.

En Birgir stjórnaði eins og kunnugt er dómgæslu og var yfirdómari á Evrópubikarkeppninni sem haldin var á Laugardalsvelli.

Auk þessa hefur hann nýlokið við þýðingu á 18. útgáfu af leikreglum FRÍ, en þetta er ellefta útgáfan sem Birgir annast fyrir sambandið.

(sjá mbl.is)

Aðrar fréttir