
Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri FH gefur FH-ingum sem ætla að tippa á leikinn góð ráð
Hvernig fer leikur FH-Hauka á laugardaginn?
– Leikurinn fer 28 – 20. Þetta verður slátrun hjá Fimleikafélaginu,
ef menn gíra sig ekki upp í þennan leik þá geta menn alveg eins hættu þessu.
Hvað mun skilja liðin að?
– Hér vegur heimavöllurinn mikið, stuðningur FH-inga á pöllunum
skiptir gríðarlegur máli og þar eigum við að hafa yfirhöndina.
Sérðu einhverja leikmenn skara framúr í þessum stórleik?
– Já ég hef mikla trú á gamla nágrannanum mínum honum Danna
markmanni. Ég vil sjá hann loka rammanum. Svo er maður auðvitað mjög
spenntur að sjá Ása og Loga koma aftur inn í þetta. Logi Geirsson nýtur
sín alltaf í svona leikjum, þarna er á hann á heimavelli.
Einhver skilaboð til stuðningsmanna FH í tilefni af þessu „nágrannastríði“?
– Algjör skyldumæting á þennan leik. Allir FH-ingar eiga að
fjölmenna í Kaplakrika og styðja liðið. Hvet fólk líka til þess að mæta á
leik FH – Grótta í mfl.kvk sem hefst kl 13:00 hér í Kaplakrika laugardaginn
10.nóv. Gulli og Krissi að gera frábæra hluti með meistaraflokk kvenna.